Úthluta 60 hjólum til barna
Barnaheill komu færandi hendi til Suðurnesja í dag þegar samtökin gáfu 60 reiðhjól fyrir yngri börn til Fjölskylduhjálpar Íslands á Suðurnesjum. Um er að ræða lítli reiðhjól fyrir stráka og stelpur og einnig nokkur þríhjól.
Hjólunum er úthlutað í dag hjá Fjölskylduhjálpinni í Grófinni til kl. 18 og einnig næsta fimmtudag kl. 16-18. Þá er einnig von til þess að komin verði reiðhjól fyrir eldri börn.
Hjólin eru ætluð börnum foreldra sem hafa ekki fjárráð til að kaupa hjól handa börnum sínum.
Myndin: Þessi gutti prófaði þríhjól hjá Fjölskylduhjálpinni í dag. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson