Útgarðurinn heillar húsbyggjendur
Áhugi fyrir húsbyggingum í Út-Garðinum er nokkur. Nú liggja fyrir skipulags- og bygginganefnd Sveitarfélagsins Garðs umsóknir um a.m.k. tvær lóðir við Skagabraut fyrir íbúðahúsnæði.
Sótt hefur verið við lóð við Skagabraut 26 undir einbýlishús og þá er einnig óskað eftir lóð utar á Skagabrautinni fyrir hús með einni til tveimur íbúðum.
Skipulags- og bygginganefnd tekur vel í erindin og hefur falið skipulagsfulltrúa að afla nánari gagna.