Útför Guðna Ingimundarsonar heiðursborgara Garðs í dag
Útför Guðna Ingimundarsonar, heiðursborgara Garðs, var gerð frá Útskálakirkju í dag. Guðni lést þann 16. desember sl. í faðmi fjölskyldu sinnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem hann hafði dvalið í fáeina daga.
Guðni fæddist að Garðstöðum í Garði þann 30. desember 1923 og hefði því orðið 95 ára þann 30. desember sl. Eiginkona hans var Ágústa Sigurðardóttir frá Ásgarði á Miðnesi en hún lést 2016. Þau bjuggu öll sín búskaparár í Borgartúni í Garði. Börn þeirra eru Sigurjóna, Ingimundur og Árni, sem öll eru búsett í Garði.
Guðni var kjörinn heiðursborgari í Sveitarfélaginu Garði árið 2014 og á 94 ára afmæli hans fyrir rétt um ári síðan afhjúpaði hann lágmynd af sér á bæjarskrifstofunni í Garði.
Fjölmennt var í útförinni að Útskálum en meðal gesta var herra Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Einnig var bæjarstjórn og bæjarstjóri Suðurnesjabæjar við útförina. Séra Sigurður Grétar Sigurðsson sóknarprestur Útskálaprestakalls jarðsöng.
Útförinni var streymt á síðunni Garðmenn og Garðurinn á Facebook. Þar má horfa á upptöku frá athöfninni.
Útförinni var streymt á síðunni Garðmenn og Garðurinn á Facebook. Þar má horfa á upptöku frá athöfninni.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson