Útför aðeins fyrir nánustu aðstandendur
Vegna ákvörðunar Almannavarna um fjöldatakmarkanir verður áður auglýst útför Árna Júlíussonar einungis fyrir nánustu aðstandendur. Útförin var auglýst í síðasta tölublaði Víkurfrétta og hefur fjölskylda hins látna óskað eftir því við Víkurfréttir að koma þessum breytingum á framfæri.







