Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Útborgun atvinnuleysirbóta gengur hægt
Mánudagur 2. febrúar 2009 kl. 17:00

Útborgun atvinnuleysirbóta gengur hægt

Vinnumálastofnun vekur athygli á því að þar sem umfang er óvenju mikið þá mun það taka fram eftir degi fyrir stofnunina og banka að koma  greiðslum atvinnuleysisbóta inn á bankareikninga. Þetta kemur fram á vefsíðu stofnunarinnar.

Þá er umsækjendum bent á að útsendir launaseðlar eru í það minnsta tveir á hvern einstakling, annar fyrir árið 2008 og hinn fyrir árið 2009. Jafnframt gætu einhverjar greiðslur hafa skipst niður á fleiri en tvo seðla. Á vef Vinnumálastofnunarinnar segir að því miður náðu ekki allir launaseðlar að komast í póst á föstudaginn þannig að þó aðeins berist einn seðill gæti greiðsla samt sem áður hafa farið inn á bankareikning.

Umsækjendur eru beðnir sýna biðlund í dag og sjá hvort greiðslurnar skila sér ekki þegar líður á daginn. Álag á síma er mikið og er fólki bent á að senda  fyrirspurnir á netfangið [email protected]. Á vef Vinnumálastofnunar er einnig hægt að nálgast allar upplýsingar um atvinnuleysisbætur.

Um 9500 einstaklingar fá greiddar atvinnuleysirbætur fyrir tímabilið 20. desember til 19. janúar. Alls eru 13.280 skráðir atvinnulausir á landinu og þar af 1600 manns hér á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024