Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Útboð Ríkiskaupa um lögreglunám auglýst á næstu dögum
Fimmtudagur 30. júní 2016 kl. 16:17

Útboð Ríkiskaupa um lögreglunám auglýst á næstu dögum

- Málið nýkomið til menntamálaráðuneytis frá innanríkisráðuneyti

Greint var frá því í frétt Víkurfrétta fyrr í dag að ekki væri enn búið að ákveða hvaða háskóli muni taka við kennslu lögreglumanna í haust en Lögregluskólinn verður lagður niður 30. september. Í fréttinni kom fram að málið væri hjá menntamálaráðherra og var haft eftir framkvæmdastjóra Keilis að seinagangurinn væri óþægilegur fyrir alla. Skólinn er einn þeirra sem sækjast eftir því að taka að sér kennslu fyrir lögreglumenn.

Að sögn Sigríðar Hallgrímsdóttur, aðstoðarmanns Illuga Gunnarssonar, menntamálaráðherra, hafa málefni lögreglunámsins aðeins verið á borði ráðherrans í tvær vikur. Lög um að lögreglunám verði á háskólastigi voru samþykkt á Alþingi 1. júní síðastliðinn og stuttu eftir það fluttist málið frá innanríkisráðuneyti til menntamálaráðuneytis og því hefur verið naumur tími til stefnu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Um næstu helgi verður auglýst útboð á vegum Ríkiskaupa og munu háskólarnir hafa tvær vikur til að skila inn tillögum.