Útboð opnuð í viðbyggingu Sundmiðstöðvarinnar
Þrjú fyrirtæki hafa gert tilboð í viðbyggingu Sundmiðstöðvarinnar við Sunnubraut í Reykjanesbæ. Tilboð bárust frá Keflavíkurverktökum, Hjalta Guðmundssyni ehf og Íslenskum aðalverktökum samkvæmt Ragnari Atla Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf.Keflavíkurverktakar voru með lægsta tilboðið í verkið eða 10% undir kostnaðaráætlun. Hjalti Guðmundsson ehf var einnig undir áætluðum kostnaði en tilboð Íslenskra aðalverktaka var yfir kostnaðaráætlun.
„Farið verður yfir tilboðin og það mun taka einhverja daga og í framhaldinu af því verður tekin ákvörðun um við hvaða aðila verður samið,“ sagði Ragnar Atli í samtali við Víkurfréttir í dag. „Við erum nokkuð sáttir við tilboðin en hlutirnir geta alltaf breyst þegar tilboðin frá fyrirtækjunum eru borin saman,“ sagði Ragnar Atli að lokum.






