Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Útboð dýpkunar Njarðvíkurhafnar auglýst og hugað að næstu skrefum
Athafnasvæði Njarðvíkurhafnar verður gjörólíkt því sem það er í dag. Mynd: Verkfræðistofa Suðurnesja
Föstudagur 1. desember 2023 kl. 06:10

Útboð dýpkunar Njarðvíkurhafnar auglýst og hugað að næstu skrefum

Útboð vegna dýpkunar Njarðvíkurhafnar hefur verið auglýst á útboðsvef Vegagerðarinnar og útboðsvef opinberra innkaupa. Þar kemur fram að tilboðum skal skila inn í síðasta lagi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 9. janúar 2024.

Atvinnu- og hafnarráð Reykjanesbæjar lýsti á síðasta fundi sínum yfir ánægju með að fyrsti áfangi framkvæmdanna í Njarðvíkurhöfn sé að hefjast og telur að nú sé rétt að huga að næstu skrefum í þeirri uppbyggingu sem framundan er í Njarðvíkurhöfn. Þær framkvæmdir kalla m.a. á nýja aðkomu að hafnarsvæðinu sem og breytingu á legu yfirfallslagnar hreinsistöðvarinnar að Fitjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Atvinnu- og hafnarráð felur sviðsstjóra að óska eftir fundi með fulltrúum umhverfis- og framkvæmdasviðs Reykjanesbæjar til að fara yfir þessi mál, segir í fundargerð ráðsins.