Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Útboð auglýst í lagningu 9 km. jarðstrengs frá Fitjum til Helguvíkur
Frá skóflustungu að nýju kísilveri United Silicon á síðasta ári.
Mánudagur 26. janúar 2015 kl. 10:02

Útboð auglýst í lagningu 9 km. jarðstrengs frá Fitjum til Helguvíkur

Landsnet auglýsti um helgina eftir tilboðum í lagningu jarðstrengs frá Fitjum í Njarðvík út í Helguvík. Verkið felst í jarðvinnu og útdrætti 8,5 km. langs 132 kV jarðstrengs.

Jarðstrengurinn samanstendur af þremur einleiðurum, frá tengivirki við Fitjar í Njarðvík að væntanlegu tengivirki í Helguvík sem standa á við kísilverksmiðiju United Silicon sem rísa mun á sævðinu. Leggja skal ljósleiðara með jarðstrengnum.

Verkinu skal lokið fyrir 9. október 2015. Í auglýsingunni kemur fram að tilboðum skuli skilað til Landsnets fyrir 19. febrúar nk.

Landsnet samdi við þýska fyrirtækið Nexans um kaup á jarðstrengnum fyrir tæplega 1,3 milljónir evra eða um 200 milljónir króna.

Landsnet hefur gert samning við United Silicon um flutning raforku til kísilvers fyrirtækisins sem áformað er að reisa í Helguvík og er stefnt að því að tengingin verði komin í gagnið fyrir 1. febrúar 2016.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024