Útboð á aðstöðu fyrir veitingarrekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
	Isavia opnaði í dag fyrir aðgang að gögnum vegna útboðs fyrir útleigu á aðstöðu fyrir veitingaþjónustu á annarri hæð í suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli.
	Óskað er eftir eftir áhugasömum aðilum til þátttöku í valferlinu sem hafa reynslu af veitingarekstri og yfir að ráða vörumerki sem býður m.a. upp á pítsur í sneiðum og fersk salöt.
	
	Í valferlinu verður notast við samkeppnisviðræður og síðan samið við þann aðila sem skilar að endingu inn besta tilboðinu.
	
	Fram kom í farþegaspá Isavia fyrir árið 2018, sem kynnt var í nóvember síðastliðnum, að ríflega 10 milljón farþegar fara um Keflavíkurflugvöll í ár. Það eru 18% fleiri en í fyrra. Fjölgunin er mest á meðal skiptifarþega, sem millilenda einvörðungu á leið sinni á milli Evrópu og Norður-Ameríku, en þar er spáð 33% aukningu.
	
	Nýja veitingaaðstaðan í suðurbyggingu flugstöðvarinnar verður liður í aukinni þjónustu við þessa ferðalanga. Áhersla verður lögð á tengingu við Ísland í hönnun á veitingarýminu þar sem kannanir sýna að farþegarnir sem fara þarna um vilji upplifa að þeir séu staddir á Íslandi.
	Í útboðinu er byggt á markaðsrannsóknum meðal tengifarþega sem sýna að þeir vilja einfalda matvöru sem er tilbúin á skömmum tíma. Þar kom fram að helst vildu þeir pítsur og ferskt salat.
	
	Nánari upplýsingar um útboðið sjálft og útboðsgögn vegna þess má finna hér

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				