Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Utanvegaakstur markar sár í náttúruna
Þriðjudagur 12. ágúst 2008 kl. 14:59

Utanvegaakstur markar sár í náttúruna

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Á hverju ári koma upp fjölmörg tilvik hvar ekið er utan vega og skemmdir þar með unnar á náttúru Íslands. Umhverfisstofnun hefur látið gera bækling um utanvegaakstur. Þar segir meðal annars:

Margbrotin náttúra Íslands er eitt helsta aðdráttarafl okkar sem ferðumst um landið. Landið er víða viðkvæmt fyrir ágangi og gáleysislegur akstur getur valdið skemmdum á náttúrunni sem eru ár eða jafnvel áratugi að ganga til baka. Ferðumst um landið með virðingu fyrir íslenskri náttúru.

Íslenskur jarðvegur er eldfjallajarðvegur og mjög laus í sér. Þar af leiðandi mynda hjól farartækja auðveldlega djúp för í jarðveginn, hvort sem hann er gróinn eða ógróinn.

Mjög erfitt er að afmá skemmdir af völdum utanvegaaksturs. Ísland liggur rétt sunnan við heimskautsbaug þar sem vaxtartími gróðurs er stuttur og gróðurskemmdir geta verið áratugi að jafna  sig. Sama á við um sanda og ógróin svæði þar sem skemmdir geta jafnvel verið enn lengur að hverfa en þar sem gróðurþekja hylur landið.

Hjólför raska ásýnd landsins auk þess sem þau verða að farvegi fyrir vatn og stuðla þannig að jarðvegs- og gróðurrofi auk frekari skemmda. Hjólför utan vega geta haft keðjuverkandi áhrif og leitt til frekari utanvegaaksturs. Gætum þess að að aka ekki utan vega.

Akstur utan vega markar alltaf sár í náttúruna!

Umhverfisstofnun hvetur fólk til þess að tilkynna allan utanvegaakstur til Lögreglu.

www.ust.is