Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Utanríkisráðuneytið fundar með aðmírálnum í dag
Þriðjudagur 17. febrúar 2004 kl. 09:50

Utanríkisráðuneytið fundar með aðmírálnum í dag

Í dag munu starfsmenn Utanríkisráðuneytisins eiga fund með aðmírálnum á Keflavíkurflugvelli þar sem launamál íslenskra starfsmanna Varnarliðsins og framtíð Orion eftirlitsflugvélanna verða rædd.

Eins og Víkurfréttir greindu frá í síðustu viku hefur Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis stefnt Utanríkisráðherra fyrir hönd Varnarliðsins vegna ógreiddra samningsbundinna launahækkana sem áttu að taka gildi um síðustu áramót, auk þess sem hækkanir tengdar endurmenntun starfsmanna á síðasta ári hafa ekki verið greiddar.

Kristján Gunnarsson formaður VSFK átti fund með Utanríkisráðherra í gær ásamt forystumönnum verkalýðsfélagsins þar sem ráðherra var gerð grein fyrir málinu. Kristján segir að fundurinn hafi verið góður og að hann sé vongóður um að ráðuneytið ætli að beita sér fyrir því að launamálunum verði komið í réttan farveg. Á fundinum í gær ræddi forysta VSFK einnig við ráðherra um framtíðarhorfur í atvinnumálum á Suðurnesjum og komu fram með hugmyndir um að horfið yrði frá núverandi fyrirkomulagi að öll launamál íslenskra starfmanna Varnarliðsins fari fyrir kaupskrárnefnd og í staðinn verði samið beint við Varnarliðið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024