Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Utanríkisráðuneytið bendir á lögregluembættið og dómsmálaráðuneytið
Föstudagur 2. mars 2007 kl. 12:40

Utanríkisráðuneytið bendir á lögregluembættið og dómsmálaráðuneytið

Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri Utanríkisráðuneytis, sagði í samtali við Víkurfréttir í morgun að utanríkisráðuneytið beri ekki ábyrgð á uppsögnum öryggisvarðanna 12 sem lögreglan á Suðurnesjum þurfti að segja upp fyrr í vikunni.

Hann benti á lögregluembættið og dómsmálaráðuneytið til að svara fyrir það, en nú standa yfir breytingar á gamla varnarsvæðinu. 


Öryggissvæðið sem áður var vaktað mun minnka talsvert og segir Grétar að þess vegna sé ekki þörf fyrir eins mikla gæslu þó hún verði vissulega einhver.

Kostnaður vegna öryggisgæslunnar á gamla varnarsvæðinu hafði verið um 120 milljónir á ársgrundvelli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024