Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla hafin
– hjá S-listanum í Sandgerði
Prófkjör S-lista Samfylkingarinnar og óháðra borgara í Sandgerði fer fram laugardaginn 5. apríl n.k. Kosið verður í Miðhúsum við Suðurgötu milli kl. 12:00 og 18:00.
Frá og með fimmtudeginum 27. mars er hægt að greiða atkvæði utankjörstaða. Þeir Sandgerðingar sem vilja nýta sér það geta haft samband við fulltrúa í kjörstjórn sem eru Guðrún Arthúrsdóttir (sími: 8982530), Hafsteinn Friðriksson (sími: 896-4063) og Jóhann Rúnar Kjærbo (sími: 693-4154).