Utandagskrárumræðu um HSS frestað
Utandagskrárumræðu um málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sem fara áttu fram á Alþingi á morgun hefur verið frestað um eina viku að beiðni Jóns Kristjánsson heilbrigðisráðherra. Jón Gunnarsson þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi óskaði eftir utandagskrárumræðunni. Jón Gunnarsson sagði í samtali við Víkurfréttir að umræðunni yrði frestað fram í næstu viku þar sem verið væri að vinna í málum stofnunarinnar.