Útafakstur og bílvelta
Ökumenn lentu í talsverður erfiðleikum í gærmorgun, að sögn lögreglu, er fyrsti snjórinn féll á Suðurnesjum. Bílvelta varð á Grindavíkurveginum um morguninn og tveir ökumenn misstu bíla sína útaf Reykjanesbrautinni. Engin slys urðu á fólki en bifreiðin, sem valt á Grindavíkurveginum var mikið skemmd og var fjarlægð af vettvangi með kranabifreið.
Einn ökumaður var tekinn grunaður um ölvun við akstur á Grindavíkurveginum í gærmorgun. Hann var fluttur á lögreglustöðina við Hringbraut, þar sem hann var látinn taka öndunarsýnispróf. Í framhaldinu var hann sviptur ökuréttindum.