Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Út úr heiminum eftir sveppaát
Sveppaát getur farið illa í menn, sérstaklega þegar rangra sveppa er neytt.
Mánudagur 8. október 2012 kl. 14:35

Út úr heiminum eftir sveppaát

Karlmaður á þrítugsaldri reyndist vera algjörlega út úr heiminum af völdum sveppaáts þegar lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af honum í gær. Maðurinn var staddur við hafnarvogina í Keflavík þegar lögregla varð hans vör. Hann reyndist vera í alvarlegu vímuástandi og  óviðræðuhæfur.

Lögreglumönnum tókst þó að greina af því sem hann reyndi að segja að hann væri búinn að borða mikið af sveppum. Maðurinn var færður á lögreglustöð og látinn sofa úr sér. Síðan var tekin af honum skýrsla, þar sem hann viðurkenndi sveppaátið, og var frjáls ferða sinna að því búnu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024