Út úr heiminum eftir sveppaát
Karlmaður á þrítugsaldri reyndist vera algjörlega út úr heiminum af völdum sveppaáts þegar lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af honum í gær. Maðurinn var staddur við hafnarvogina í Keflavík þegar lögregla varð hans vör. Hann reyndist vera í alvarlegu vímuástandi og óviðræðuhæfur.
Lögreglumönnum tókst þó að greina af því sem hann reyndi að segja að hann væri búinn að borða mikið af sveppum. Maðurinn var færður á lögreglustöð og látinn sofa úr sér. Síðan var tekin af honum skýrsla, þar sem hann viðurkenndi sveppaátið, og var frjáls ferða sinna að því búnu.