Út í móa
				
				Ökuferðinni lauk útí móa hjá ungum manni sem átti leið um Vatnsleysuströndina í dag. Hann slasaðist ekki alvarlega.Að eigin sögn ók ungi maðurinn bifreiðinni á 80 km hraða eftir Vatnsleysustrandarveginum en fór út af þegar hann reyndi að komast hjá árekstri við bifreið sem kom úr gagnstæðri átt, sem ók á öfugum vegarhelmingi. Talið er að öryggisbelti og líknarbelgur hafi komið í veg fyrir alvarleg meiðsl ökumanns.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				