USK tekur undir með Minjastofnun í Sundhallarmálum
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar, USK, tekur undir sjónarmið Minjastofnunar sem koma fram í áliti stofnunarinnar í bréfi til Reykajnesbæjar frá 31. janúar sl. Þar fagnar Minjastofnun þeim áhuga sem kominn er fram á að varðveita Sundhöll Keflavíkur.
„Í ljósi þessa hvetur Minjastofnun Íslands bæjarstjórn Reykjanesbæjar til að fresta því að samþykkja breytingu á deiliskipulagi svo tími vinnist til að kanna hvort unnt sé að finna húsinu verðugthlutverk og varðveita það“.
Málefni Framnesvegar 9-11 voru til umfjöllunar á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar í gær en þar var deiliskipulag til afgreiðslu. Auglýsingatíma deiliskipulagstillögu var lokið.
„Ráðið tekur undir þau sjónarmið er koma fram í niðurlagi álits Minjastofnunnar dagsettu 31. janúar 2018. Málinu frestað,“ segir í afgreiðslu ráðsins.