Úrum og skartgripum stolið í Grindavík
Síðastliðna nótt var brotist inn í úra- og skartgripaverslun Gilberts í Grindavík. Að sögn Kolbrúnar Guðmundsdóttur verslunarstjóra virðist sem hurð hafi verið spennt upp. Talsverðu af úrum og skartgripum var stolið og segir Kolbrún að tjónið sé umtalsvert. Tilkynnt var um innbrotið í morgun og fer rannsóknardeild Lögreglunnar í Keflavík með rannsókn málsins.