Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna meints mannsals
Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði nú fyrir stundu karlmann á fimmtugsaldri í gæsluvarðhald vegna meints mannsals. Gæsluvarðhaldið er til föstudagsins 27. maí en maðurinn var stöðvaður í fyrradag ásamt 4 ungmennum en ungmennin höfðu ólögleg vegabréf meðferðis.
Jóhann R. Benediktsson sagði í samtali við Víkurfréttir að ungmennin væru í umsjón lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli á gistiheimili í Reykjanesbæ.
„Ég get ekkert sagt um framtíð ungmennanna á þessu stigi,“ sagði Jóhann en þau hafa ekki verið handtekinn.
Talið er að karlmaðurinn hafi verið að aðstoða ungmennin við að komast ólöglega til Bandaríkjanna en fólkið var á leið frá London til Orlando.
Jóhann R. Benediktsson sagði í samtali við Víkurfréttir að ungmennin væru í umsjón lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli á gistiheimili í Reykjanesbæ.
„Ég get ekkert sagt um framtíð ungmennanna á þessu stigi,“ sagði Jóhann en þau hafa ekki verið handtekinn.
Talið er að karlmaðurinn hafi verið að aðstoða ungmennin við að komast ólöglega til Bandaríkjanna en fólkið var á leið frá London til Orlando.