Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 9. desember 1999 kl. 22:15

ÚRSAGNIR ÚR SKIPULAGS- OG BYGGINGANEFND REYKJANESBÆJAR

Velji sér þægilegri strengjabrúður Tveir fulltrúar J-listans í Skipulags- og byggingarnefnd Reykjanesbæjar, gengu af fundi nefndarinnar 2. desember s.l. Ástæða úrsagnar umræddra aðila, Hólmars Tryggvasonar og Vals Ármanns Gunnarssonar, er að bæjarstjórn og bæjarráð ákváðu að staðsetja nýjan leikskóla við Krossmóa og Vallarbraut, þrátt fyrir að nefndin hafi verið á móti því. Hólmar og Valur lögðu fram eftirfarandi bókun og þar segir m.a.: „Þar sem bæjarstjórn og bæjarráð ákveða staðsetningu þvert gegn einhuga vilja Skipulags- og byggingarnefndar viljum við undirritaðir segja okkur úr nefndinni og óskum eftir að bæjarráð og bæjarstjórn velji sér þægilegri strengjabrúður í okkar stað.“ Fulltrúar meirihlutans í nefndinni lögðu einnig fram bókun og þar kemur fram að þeir harmi þá ákvörðun bæjarráðs og bæjarstjórnar að fara þvert gegn áliti nefndarinnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024