Úrkomuminna í kvöld
Veðurspá dagsins fyrir Faxaflóa er svohljóðandi: Austan 10-18 m/s og slydda eða rigning, en lægir mikið upp úr hádegi. Austan 3-8 og úrkomulítið í kvöld. N og NA 3-8 og dálítil snjókoma með köflum á morgun. Hiti 1 til 5 stig, en kólnar á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á laugardag, sunnudag, mánudag, þriðjudag og miðvikudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og él, en úrkomulítið suðvestantil. Nokkru hvassara með köflum yfir Vestfjörðum og snjókoma. Hiti yfirleitt nálægt frostmarki.