Úrkomulítið og frekar bjart
Suðaustan 8-13 m/s við SV-ströndina, en annars hæg suðlæg átt. Skýjað og úrkomulítið S- og V-til, en annars bjartviðri. Gengur í suðvestan 8-15 m/s á morgun með rigningu V-til. Hiti 0 til 8 stig, en vægt frost í innsveitum A-lands.
Faxaflói
Suðaustan 8-13 m/s við ströndina, en annars hægari. Skýjað og úrkomulítið í dag, en dálítil væta á morgun. Hiti 0 til 8 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðaustan 3-8 m/s og skýjað með köflum, en suðlægari og dálítil væta á morgun. Hiti 4 til 7 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Snýst í norðvestanátt, 8-15 m/s með éljum, hvassast við suður- og austurströndina, en lægir og léttir til sunnan- og vestanlands síðdegis. Frystir um allt land.
Á fimmtudag:
Norðanátt, 13-20 m/s austanlands, en mun hægari vestantil. Éljagangur á norðaustanlands, en bjart veður fyrir sunnan og vestan. Frost 2 til 8 stig.
Á föstudag:
Hvöss eða allhvöss norðanátt með snjókomu eða éljum, en úrkomulítið syðra. Dregur úr vindi austanlands síðdegis. Áfram kalt í veðri.
Á laugardag og sunnudag:
Norðaustanátt með éljum, en léttir til SV-lands. Hiti kringum frostmark.
Á mánudag:
Norðanátt og él, en bjart syðra. Kólnandi.