Úrkomulítið í dag en rignir í kvöld
Veðurspá gerir ráð fyrir suðvestan 3-5 m/s, skýjað en úrkomulítið við Faxaflóa. Vaxandi suðaustanátt síðdegis, 10-15 með rigningu í kvöld. Heldur hægari og styttir upp í fyrramálið, en hvessir aftur með rigningu seinnipartinn á morgun. Hiti 10 til 15 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á sunnudag:
Suðaustan 10-15 m/s, en heldur hægari sunnanátt síðdegis. Rigning eða skúrir, en þurrt og bjart á köflum norðan- og austanlands. Hiti 10 til 16 stig, hlýjast norðaustantil.
Á mánudag:
Suðvestan 8-13 m/s og skúrir, en víða bjartviðri austantil á landinu. Hiti 10 til 16 stig, hlýjast norðaustantil.
Á þriðjudag:
Stíf suðlæg átt og rigning suðvestan- og vestanlands, en skýjað með köflum og yfirleitt þurrt annars staðar. Áfram hlýtt í veðri.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Útlit fyrir stífa suðvestanátt með vætu, en þurrt að mestu norðaustanlands. Milt í veðri.