Úrkomulítið í dag
Búist er við norðan 10-18 m/s og skýjaveðri við Faxaflóa í dag, en þó verður úrkomulítið. Lægir og léttir til í dag, hæg vestlæg átt og bjartviðri í kvöld og á morgun. Hiti 1 til 7 stig, en næturfrost í uppsveitum.
Spá gerð: 06.10.2007 09:53. Gildir til: 07.10.2007 18:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag og þriðjudag:
Hægviðri, en hægt vaxandi austan átt á þriðjudag. Víða bjartviðri, en dálítil slydda við norðurströndina. Fremur svalt í veðri.
Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:
Útlit fyrir austlæga átt með rigningu, en slyddu fyrir norðan. Hiti 1 til 9 stig, hlýjast sunnantil á landinu.
Spá gerð: 06.10.2007 08:44. Gildir til: 13.10.2007 12:00.
Af www.vedur.is