Úrkomulítið í dag
Klukkan 6 var austan hvassviðri allra syðst á landinu og rigning, en 29 m/s voru á Stórhöfða. Mun hægari vindur, skýjað og þurrt að kalla var í öðrum landshlutum. Hiti frá 6 stigum á Skarðsfjöruvita, niður í 5 stiga frost á Nautabúi.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan 8-13 m/s og úrkomulítið. Lægir í kvöld og nótt. Fremur hæg vestlæg átt á morgun og dálítil snjókoma. Hiti 0 til 4 stig í dag, en um frostmark á morgun.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan 8-13 m/s og úrkomulítið. Lægir í kvöld og nótt. Fremur hæg vestlæg átt á morgun og dálítil snjókoma. Hiti 0 til 4 stig í dag, en um frostmark á morgun.