Úrkomulítið í dag, en rignir aftur á morgun
Faxaflói
Suðvestan 8-13 m/s í fyrstu og skúrir, en síðan hægari vestlæg átt og úrkomulítið eftir hádegi. Sunnan 8-13 og skúrir í nótt, en samfelld rigning á morgun. Hiti 7 til 11 stig.
Spá gerð: 02.10.2007 06:40. Gildir til: 03.10.2007 18:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Suðaustlæg átt, 5-10 m/s og rigning, en úrkomulítið á N-landi. Hiti 5 til 10 stig.
Á föstudag:
Gengur í stífa norðlæga átt með rigningu, og slyddu eða jafnvel snjókomu norðanlands. Hiti 0 til 6 stig, hlýjast syðst.
Á laugardag:
Minnkandi norðvestanátt. Él eða snjókoma NA-lands, en víða léttskýjað sunnanlands. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag:
Breytileg átt, víða bjartviðri og hiti 0 til 7 stig, hlýjast vestanlands.
Á mánudag:
Lítur út fyrir hægt vaxandi suðaustlæga átt, úrkomulítið og hlýnandi veður.
Spá gerð: 02.10.2007 07:57. Gildir til: 09.10.2007 12:00.