Miðvikudagur 12. nóvember 2003 kl. 08:26
Úrkomulítið í dag
Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt, víða 5-10 m/s. Rigning eða skúrir, einkum austanlands, en úrkomulítið á Norðvestur- og Vesturlandi fram eftir degi. Suðaustan 5-13 m/s og skúrir í nótt og á morgun, en skýjað með köflum og þurrt norðaustanlands. Hiti 5 til 10 stig að deginum.