Úrkomulítið
Veðurstofan gerir ráð fyrir norðan og norðvestan 5-10 m/s og dálítil él norðan- og norðvestanlands. Léttskýjað annars staðar, en él við suðausturströndina í kvöld. Norðaustan 8-13 m/s á morgun, en hægari inn til landsins. Snjókoma eða slydda suðaustan- og austanlands, skýjað að mestu, en úrkomulítið suðvestantil og él um norðanvert landið. Frost víða á bilinu 0 til 6 stig, en sums staðar kaldara í innsveitum.