Úrkomulaust og víða hálkublettir
Veðurhorfur við Faxaflóa í dag
Hæg suðvestlæg átt og skýjað, en úrkomulaust að mestu. Suðaustan 8-13 í kvöld og rigning en slydda til fjalla í fyrstu. Suðvestan 5-10 á morgun og skúrir. Hiti 2 til 8 stig síðdegis og á morgun.
Myndin að ofan var tekin í býtið í morgun en þá var fallegt veður og himininn logaði í haustlitunum.