Úrkomulaust framundan
Klukkan 6 var norðanátt, víða 5-13 m/s. Slydda eða snjókoma, en þurrt sunnantil á landinu. Hiti var frá 5 stigum á Fagurhólsmýri niður í 2 stiga frost í Svartárkoti og Möðrudal.
Veðurhorfur næsta sólarhringinn:
Norðan 8-13 m/s og skýjað. Austlægari og léttskýjað á morgun. Hiti 3 til 10 stig, en nálægt frostmarki í nótt.
Yfirlit
Skammt norðvestur af Færeyjum er 993ja mb lægð, sem þokast austur, en yfir NA-Grænlandi er 1020 mb hæðarhryggur. Við Hvarf er 1007 mb smálægð, sem hreyfist austur.
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Norðanátt, víða 8-13 m/s. Slydda með köflum fyrir norðan, annars úrkomulítið. Rigning eða slydda norðaustantil síðdegis, en dálítil él NV-lands. Hiti 0 til 10 stig, hlýjast syðst. Norðaustan 5-13 og léttskýjað S- og V-lands á morgun, en él á N- og A-landi.
VF-mynd/Þorgils: Horft út að Vatsnesi í morgun.