Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Úrkoma í kortunum - glittir í hvít jól
Miðvikudagur 19. desember 2007 kl. 09:19

Úrkoma í kortunum - glittir í hvít jól

Veðurspá fyrir Faxaflóa

Suðaustan 10-18 og rigning eða súld, hvassast við ströndina. Suðlægari og talsverð úrkoma síðdegis. Dregur úr vindi í kvöld. Sunnan 5-10 í nótt, en 8-13 og skúrir upp úr hádegi á morgun. Hiti 4 til 9 stig.
Spá gerð: 19.12.2007 06:22. Gildir til: 20.12.2007 18:00.


Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Suðaustan og sunnan 10-15 m/s og rigning eða súld sunnan- og vestantil á landinu, en hægari og úrkomulítið annað staðar. Snýst í suðvestanátt seinni partinn með skúrum og kólnar.

Á laugardag:
Suðlæg átt, yfirleitt 5-13 m/s og él eða skúrir, en úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti 0 til 4 stig við suður- og vesturströndina, en annars 0 til 6 stiga frost.

Á sunnudag (Þorláksmessa):
Gengur í hvassa norðlæga eða breytileg átt með slyddu eða snjókomu. Hiti um eða rétt undir frostmarki.

Á mánudag (aðfangadagur jóla):
Austlæg átt, víða él og frost 2 til 10 stig.

Á þriðjudag (jóladagur):
Breytileg átt og snjókoma eða él. Kalt í veðri.
Spá gerð: 19.12.2007 08:42. Gildir til: 26.12.2007 12:00.

 

Af www.vedur.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024