Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Úreltar framkvæmdir Landsnets
  • Úreltar framkvæmdir Landsnets
Fimmtudagur 7. maí 2015 kl. 10:43

Úreltar framkvæmdir Landsnets

Margrét Guðnadóttir skrifar um Suðurnesjalínu 2.

„Íbúar og landeigendur á Vatnsleysuströnd hafa árum saman barist gegn því að Landsnet hf. leggi um sveitarfélagið okkar, sem nú heitir Sveitarfélagið Vogar (Sv. Vogar) 17,5 km langt og allt að 30 metra hátt loftlínubákn þ.e. þann part af Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hf. ætlar að leggja milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar,“ segir Margrét Guðnadóttir, íbúi á Vatnsleysuströnd, í grein á Vísi í dag. Þar fjallar Margrét um málefni Suðurnesjalínu 2. 

Margrét segir m.a. að bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hafi samþykkt fyrir mörgum árum, í sátt við íbúana og að marg yfirlýstum vilja meirihluta þeirra, að allar nýjar raflínur skyldu lagðar í jörð. Gildandi aðalskipulagi Sv. Voga kveði því á um að nýjar raflínur verði jarðstrengir. „Þetta ætlar Landsnet ekki að gera, þó að það geti ekki lengur skotið sér á bak við sinn ýkta verðmun á jarðstrengjum og loftlínum sem forsvarsmenn fyrirtækisins notuðu óspart við undirbúning verksins. Þær ýkjur komst Landsnet hf. upp með, án þess að leggja fyrir eftirlitsaðila reiknaðan samanburð á þessum kostnaðarmun. Verkið er ekki hafið, en Landsnet hf. situr við sinn keip og ætlar eftir sem áður að reisa loftlínubáknið eins og til stóð fyrir 10 árum, og valda þar með eins miklum umhverfisskaða og mögulegt er,“ segir Margrét.

Greinina má í heild sinni lesa hér.  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024