Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Úrbóta er þörf á mörgum vegum á Suðurnesjum
Miðvikudagur 7. október 2015 kl. 07:00

Úrbóta er þörf á mörgum vegum á Suðurnesjum

Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2. og 3. okt. ályktaði um vegamál á Suðurnesjum. Huga þurfi að framkvæmdum við vegi víða á svæðinu.

Lögð er áhersla á að unnið verði að því að breikka Grindavíkurveg. Vegurinn er illa farinn vegna mikilla þungaflutninga og mjög sprunginn á köflum.

Vert er að benda á að vegurinn liggur í gegnum vatnsverndarsvæði Suðurnesja og því afar mikilvægt að hann sé þannig úr garði gerður að hægt sé að bregðast við mengunarslysum. Laga þarf gatnamót að Bláa lóns afleggjara sem eru dimm og hættuleg, en þau þarf að endurhanna og bæta umferðaröryggi. Jafnframt þarf að laga vegi til Sandgerðis og Sveitarfélagsins Garðs. Breikka þarf vegina og þarfnast þeir talsverðar lagfæringa. Nokkur straumur er um vegina af stórum bifreiðum m.a. vegna fiskflutninga og uppfylla þeir ekki öryggiskröfur. Fundurinn bendir á að mikilvægt er að ljúka við tvöföldun Reykjanesbrautarinnar upp í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða í það minnsta bæta innkomur í Reykjanesbæ og auka umferðaröryggi við Aðalgötu og Þjóðbraut.

Aðalfundurinn gerir athugasemdir við þá aðferð sem notuð var þegar skoðaðir voru kostir fyrir staðsetningu innanlandsflugs. Sameiginlegur stýrihópur ríkisins, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group mat millilandaflugvöll á Miðnesheiði, Keflavíkurflugvöll ekki sem einn þeirra valkosta sem kæmu til greina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024