Úrbætur í umgengni og gróðri
Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga hefur falið sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að senda lóðarhöfum á hafnarsvæði og víðar bréf vegna tilmæla um að bæta umhirðu lóða eða hvatningu um góða umhirðu.
Þá tók nefndin fyrir erindi frá íbúa sem bendir á að meðfram göngustígum í Vogum sjái víða á gróðri og leggur til að úrbætur verði gerðar með áburðargjöf eða nýjum grasþökum. Nefndin þakkar fyrir góðar ábendingar og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að verða við úrbótum.