Upptaka: Svona hljóma jarðskjálftarnir í Grindavík
Lilja Ósk Sigmarsdóttir, íbúi í Grindavík, lýsir upplifun sinni af jarðskjálftum í Grindavík með færslu á samfélagsmiðlum. Með færslunni birtir hún magnaða hljóðupptöku þegar skjálfti upp á M4,3 ríður yfir.
„Eins og flestir vita þá var nóttin extra erfið á skjálftavaktinni, margir stórir skjálftar yfir 3 og flestir andvaka. Ég náði smá hljóðbroti af einum sem mögulega sýnir þeim sem ekki hafa upplifað jarðskjálfa hvað við grindvíkingar erum að ganga í gegnum. Þessi skjálfti reið yfir kl 01.35 og var 4,1 að stærð. Við búum í stórum steypuklumpi og lætin geta orðið mjög mikil eins og heyrist þarna.
Þetta er frekar ógnvekjandi staða sem búum við akkúrat núna. Maður er búin að fara í gegnum marga rússíbana af tilfinningum og hræðslu. Taugakerfið er orðið ansi marið og það þarf ekki nema bílhurð að skella til að maður kippist við.“
Upptökuna af skjálftanum má heyra í spilaranum hér að neðan.