Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 23. maí 2001 kl. 09:39

Uppsveifla í Vogunum

Í Vogum á Vatnsleysuströnd hefur verið mikil uppbygging og fjölgun íbúa undanfarið. Fyrir tveimur árum var tekin ákvörðun um að markaðssetja bæinn og hafa áætlanir um fjölgun íbúa staðist og skilað sér í fjölgun íbúa um 15% á síðustu 4 árum. Auk þess sem fasteignamat hefur hækkað einna mest í Vogunum af bæjum utan höfuðborgarinnar.
Byrjað var á að semja við Íslenska aðalverktaka um allar framkvæmdir, 140 lóðir og gatnagerð og síðan við Sparisjóðinn í Keflavík um fjármögnun framkvæmda. Áætlunin gerði ráð fyrir leikskóla fyrir 1-6 ára börn og einsetinn grunnskóla. Ákveðið var að hefja undirbúning framkvæmda á 140 lóðum og má segja að þær séu dreifðar um bæinn en ekki um að ræða nýtt hverfi. Nú bíða 30 umsóknir um byggingarleyfi afgreiðslu og segja má að 15-30 hús séu í byggingu á ýmsum stigum. Stór hluti þeirra sem er að flytja í Vogana eru barnafjölskyldur af höfuðborgarsvæðinu.
Víða má sjá hús í byggingu og fjölgun bæjarbúa er þegar farin að segja til sín því bæði hreppsskrifstofan og grunnskólinn eru að sprengja utan af sér. Unnið er að uppbyggingu eftir fimm ára áætlunum og stefnt er að því að litlir sem engir biðlistar verði á leikskólanum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024