Uppstilling hjá Samfylkingunni og óháðum
Á félagsfundi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ í gær var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að standa fyrir framboði Samfylkingarinnar og óháðra í bæjarstjórnarkosningunum 2014, að undangenginni uppstillingu.
Í framhaldinu var uppstillingarnefnd kosin á fundinum sem vinna mun tillögu að framboðslista Samfylkingarinnar og óháðra til bæjarstjórnarkosninganna í Reykjanesbæ 2014 og leggja hana fyrir félagsfund til samþykktar.
Þeir sem hafa áhuga á að taka sæti á framboðslistanum eða vilja gauka nöfnum á frambjóðendum að uppstillingarnefndinni geta sent nefndinni skilaboð á facebooksíðu Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ https://www.facebook.com/xsreykjanesbaer eða sent henni póst á [email protected], segir í tilkynningu.
Þá minnir Samfylkingin í Reykjanesbæ á laugardagskaffið kl. 10.30-12.00 á hverjum laugardagsmorgni að Víkurbraut 13 við Keflavíkurhöfn. Heitt á könnunni og fjörugar umræður. Allir velkomnir.