Uppsteypa íþróttamannvirkja hafin í Grindavík
– breytir útsýninu af sundlaugarsvæðinu talsvert
Uppbygging íþróttasvæðisins í Grindavík gengur vel en verktakinn, Grindin ehf., hóf uppsteypu á norðurvegg mannvirkisins í gær, sem breytir útsýninu af sundlaugarsvæðinu talsvert.
Búið er að steypa sökkla að mestu. Verður spennandi að sjá mannvirkið rísa á næstu mánuðum. Áætlað er að þessum fyrsta áfanga verði lokið í byrjun desember.
Myndirnar voru teknar við uppsteypuna og eru birtar af vef Grindavíkurbæjar.