Uppsögn á leigusamningi Íslensks markaðar braut gegn samkeppnislögum
Samkeppnisstofnun telur að stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. hafi brotið gegn samkeppnislögum og ákvörðun samkeppnisráðs með því að segja upp leigusamningi Íslensks markaðar hf. í flugstöðinni. Um er að ræða bráðabirgðaákvörðun sem stofnunin tekur að kröfu Íslensks markaðar.
Í tilkynningu segjast forsvarsmenn Íslensks markaðar fagna bráðabirgðaákvörðunni sem staðfesti að nýleg uppsögn á leigusamningnum hafi farið í bága við lög og ákvarðanir samkeppnisyfirvalda. Með ákvörðuninni voni stjórn og starfsmenn Íslensks markaðar að endi sé bundinn á deilur sem staðið hafi um nokkurt skeið milli FLE og þeirra sem hafa með höndum verslunarrekstur í flugstöðinni.
Segir Íslenskur markaður, að Samkeppnisstofnun taki með ákvörðun sinni undir þau sjónarmið sem forráðamenn ÍM hafi haldið fram varðandi samskipti fyrirtækisins við stjórnendur flugstöðvarinnar. Af ákvörðuninni leiði að Flugstöð Leifs Eiríkssonar sé skylt að fresta forvali vegna útboðs á viðskiptatækifærum í flugstöðinni þar til samkeppnisyfirvöld hafi verið fullvissuð um að við framkvæmd slíks forvals verði farið að samkeppnislögum.
Vefur Morgunblaðsins greinir frá þessu í dag.
Í tilkynningu segjast forsvarsmenn Íslensks markaðar fagna bráðabirgðaákvörðunni sem staðfesti að nýleg uppsögn á leigusamningnum hafi farið í bága við lög og ákvarðanir samkeppnisyfirvalda. Með ákvörðuninni voni stjórn og starfsmenn Íslensks markaðar að endi sé bundinn á deilur sem staðið hafi um nokkurt skeið milli FLE og þeirra sem hafa með höndum verslunarrekstur í flugstöðinni.
Segir Íslenskur markaður, að Samkeppnisstofnun taki með ákvörðun sinni undir þau sjónarmið sem forráðamenn ÍM hafi haldið fram varðandi samskipti fyrirtækisins við stjórnendur flugstöðvarinnar. Af ákvörðuninni leiði að Flugstöð Leifs Eiríkssonar sé skylt að fresta forvali vegna útboðs á viðskiptatækifærum í flugstöðinni þar til samkeppnisyfirvöld hafi verið fullvissuð um að við framkvæmd slíks forvals verði farið að samkeppnislögum.
Vefur Morgunblaðsins greinir frá þessu í dag.