Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Uppsláttur hruninn og járnabinding flettist upp
Sunnudagur 22. janúar 2006 kl. 15:53

Uppsláttur hruninn og járnabinding flettist upp

Nokkuð tjón varð í Tjarnarhverfi í Reykjanesbæ seint í gærkvöldi og nótt þegar veðrið var hvað verst.

Mótauppsláttur fyrir þakplötu í nýbyggingu við Álftatjörn hrundi í rokinu og plötur fuku á nærliggjandi hús og bíl, sem skemmdist.

Meðfylgjandi mynd var tekin við Álftatjörn í dag og sýnir vel stoðir sem gáfu eftir í rokinu.

VF-mynd: Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024