Uppskipun stöðvuð í Njarðvíkurhöfn
Félagar í Sjómannafélagi Reykjavíkur eru nú með aðgerðir við Njarðvíkurhöfn og hafa stöðvað uppskipun úr skipi Atlantsskipa. Á annan tug félaga úr Sjómannafélagi Reykjavíkur standa að aðgerðunum ásamt aðilum frá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis.Mótmælin eru vegna þess að hásetar á skipinu eru ekki með launasamning en krafa Sjómannafélags Reykjavíkur er að hásetarnir séu með íslenskan kjarasamning.
Fulltrúar Atlantsskipa og sjómannafélagsins eru nú að ræða málin á hafnarbakkanum í Njarðvík og á meðan er löndun stopp.
Fulltrúar Atlantsskipa og sjómannafélagsins eru nú að ræða málin á hafnarbakkanum í Njarðvík og á meðan er löndun stopp.