Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Uppselt í Bláa lónið til 5. janúar
Miðvikudagur 30. desember 2015 kl. 13:55

Uppselt í Bláa lónið til 5. janúar

Upp­bókað er í Bláa lón­inu næstu daga, eða al­veg þangað til það lok­ar 5. janú­ar vegna breyt­inga. Þetta kemur fram á mbl.is.

Þór­dís Pét­urs­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi hjá Upp­lýs­inga­miðstöð ferðamanna, segir lónið venju­lega ekki upp­bókað alla daga á öll­um tím­um dags­ins en núna hef­ur verið setið um hvern ein­asta tíma. Tel­ur hún lík­legt að fólk vilji fara þangað ofan í áður en það lok­ar.

Eins og áður segir verður Bláa lóninu lokað þann 5. janúar vegna breytinga en stækka á baðlónið og gera ýmsar breytingar á baðsvæðinu. Það opn­ar svo aft­ur 22. janú­ar eft­ir að end­ur­bæt­ur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024