Uppselt í Bláa lónið til 5. janúar
	Uppbókað er í Bláa lóninu næstu daga, eða alveg þangað til það lokar 5. janúar vegna breytinga. Þetta kemur fram á mbl.is.
	
	Þórdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Upplýsingamiðstöð ferðamanna, segir lónið venjulega ekki uppbókað alla daga á öllum tímum dagsins en núna hefur verið setið um hvern einasta tíma. Telur hún líklegt að fólk vilji fara þangað ofan í áður en það lokar.
	
	Eins og áður segir verður Bláa lóninu lokað þann 5. janúar vegna breytinga en stækka á baðlónið og gera ýmsar breytingar á baðsvæðinu. Það opnar svo aftur 22. janúar eftir að endurbætur.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				