Uppselt á heima í Gamla bænum
-gestir sæki armbönd í Duushúsum
Uppselt er á heimatónleika í gamla bænum sem slógu í gegn á síðustu Ljósanótt og ljóst að færri komast að en vilja en miðafjöldi er takmarkaður þar sem tónleikarnir fara fram í heimahúsum.
Fram koma hljómsveitirnar og tónlistarmennirnir Berndsen & Hermigervill, Elíza Geirsdóttir Newman, Jón Jónsson, Markús & The Diversion Sessions og Ylja.
Skipuleggjendur hvetja þá sem hafa nælt sér í miða að nálgast armbönd sín í Duushúsum en þar fá þeir jafnframt kort með helstu upplýsingum og þeim húsum sem taka þátt.
Heima í gamla bænum hefst kl. 21 á föstudaginn og leikur hver hljómsveit tvisvar sinnum í hverju húsi þ.e. kl. 21 og 22. Berndsen og Hermigervill munu þó skipta á milli sín leik á Íshússtíg.