Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Uppselt á frumsýningu
Miðvikudagur 30. ágúst 2017 kl. 08:51

Uppselt á frumsýningu

- Með soul í auga í Andrews Theatra

Uppselt er á frumsýningu Með soul í auga sem verður í Andrews Theatre í kvöld kl. 20:00.

Þar koma fram margir af helstu tónlistarmönnum Íslands og má þar nefna: Jón Jónsson, Jóhönnu Guðrúnu, Eyþór Inga, Stefaníu Svavarsdóttur og Helga Björnsson.

Umfjöllunarefnið að þessu sinni er soul tónlistin sem finna má alls staðar og lofa tónleikahaldarar stuð, trega og urrandi ástarjátningar í boði tónlistarmanna eins og Stevie Wonder, Arethu Franklin, Otis REdding og Van Morrison svo fáeinir séu nefndir.
Kynnir og sögumaður er að venju Kristján Jóhannsson og hljómsveitarstjóri Arnór. B. Vilbergsson. k

Með soul í auga eru hátíðartónleikar Ljósanætur og loka þeir henni með glæsibrag en þetta er í sjöunda sinn sem Með blik í auga setur upp slíka sýningu sem ávallt hefur hlotið góðar viðtökur áhorfenda.

Tvær sýningar verða haldnar á sunnudaginn 3. september kl. 16:00 og 20:00.
Miðasala er á midi.is

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024