Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Uppsagnir varnarliðsins á starfstengdum kjörum voru ólögmætar
Miðvikudagur 13. apríl 2005 kl. 18:01

Uppsagnir varnarliðsins á starfstengdum kjörum voru ólögmætar

Uppsagnir varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli á hluta starfstengdra kjara félagsmanna hjá Rafiðnaðarsambandi Íslands, sem í starfi eru hjá varnarliðinu, voru dæmdar ólögmætar af Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Frá þessu var greint á mbl.is í dag.

Uppsögn á greiðslu daglegs rútufargjalds var dæmd ólögmæt sem og uppsögn á hluta af greiðslu fyrir ferðatíma sem tilkynntar voru fyrir 1. nóvember 2003. Íslenska ríkið - sem stefnt var í málinu vegna varnarliðsins - var dæmt til að greiða Rafiðnaðarsambandinu 425.000 krónur í málskostnað.

Málavextir eru þeir að stórum hópi félagsmanna Rafiðnaðarsambandsins í starfi hjá varnaliðinu var tilkynnt um uppsagnir á starfstengdum kjörum með þriggja mánaða uppsagnarfresti frá og með 1. nóvember 2003.

Var þar annars vegar um að ræða greiðslu á daglegu rútufargjaldi sem yrði hætt eftir 31. janúar 2004 og hins vegar greiðslu fyrir ferðatíma, sem yrði lækkuð úr 80 mínútum í 40 mínútur á yfirvinnutaxta fyrir hvern vinnudag eftir 31. janúar 2004.

Uppsögnum þessum mótmælti sambandið og Alþýðusambands Íslands fór fram á að ákvörðunin yrði dregin til baka. Deilt er um það hvort starfsmannahaldi varnarliðsins hafi verið heimilt að segja upp starfskjörum þessum einhliða. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að svo hafi ekki verið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024