Uppsagnir hjá Íslenskum Aðalverktökum: 28 manns látnir fara
28 starfsmönnum Íslenskra Aðalverktaka hefur verið sagt upp störfum hjá fyrirtækinu úr ýmsum deildum á Keflavíkurflugvelli. Flestir starfsmannanna eru með þriggja mánaða uppsagnarfrest. Árni I. Stefánsson starfsmannastjóri Íslenskra Aðalverktaka sagði í samtali við Víkurfréttir að þessar uppsagnir væru tilkomnar vegna fyrirsjáanlegs samdráttar. Aðspurður segist Árni vona að ekki yrði gripið til frekari uppsagna. „Það er ekkert hægt að segja til um hvort til frekari uppsagna verði gripið en það er ýmislegt í farvatninu á Suðurnesjum sem eru jákvætt og nefni ég þá Stálpípuverksmiðju í Helguvík sem við komum til með að reisa ef af verður og fyrirhugað orkuver á Reykjanesi.“
Að sögn Árna er fyrirtækið einnig með ýmis önnur verkefni á prjónunum og að hjá fyrirtækinu starfi um 150 manns eftir uppsagnirnar. „Þessar uppsagnir þýða engin endalok fyrir okkur því við höfum trú á svæðinu. Í fyrirtæki eins og Íslenskum Aðalverktökum fer fram stöðug endurskipulagning,“ sagði Árni í samtali við Víkurfréttir.
Að sögn Árna er fyrirtækið einnig með ýmis önnur verkefni á prjónunum og að hjá fyrirtækinu starfi um 150 manns eftir uppsagnirnar. „Þessar uppsagnir þýða engin endalok fyrir okkur því við höfum trú á svæðinu. Í fyrirtæki eins og Íslenskum Aðalverktökum fer fram stöðug endurskipulagning,“ sagði Árni í samtali við Víkurfréttir.