Uppsagnir hjá Formaco
Fyrirtækið Formaco, sem á vormánuðum opnaði nýja álgluggaverksmiðju á Vallarheiði, hefur sagt upp öllum starfssamningum við starfsfólk sitt vegna samdráttar í byggingariðnaði. Uppsagnirnar taka til rúmlega 70 manns en vel á annan tug starfsmanna vinna í verksmiðjunni á Vallarheiði.
Ragnar Jóhannsson, framkvæmdastjóri, segir í samtali við mbl.is að einhver hluti starfsmanna verði endurráðinn í kjölfar endurskipulagningar en óvíst sé hver starfsmannafjöldinn verði.