ReykjanesOptikk
ReykjanesOptikk

Fréttir

Fimmtudagur 2. september 1999 kl. 23:16

UPPSAGNIR HJÁ AÐALVERKTUM

Íslenskir Aðalverktakir sendu um 40 starfsmönnum uppsagnarbréf í vikunni. Þeir sem fengu þessi bréf eru flestir tengdir vélarekstri í jarðvinnu á varnarsvæðinu. ,,Fyrirsjáanleg verkefnastaða í jarðvinnu og vélarekstri innan varnarsvæða er með þeim hætti að ekki kemur á óvart að til uppsagna komi”, sagði Stefán Friðfinnsson forstjóri Íslenskra Aðalverktaka. ,,Á haustin fækkar jarðvinnuverkefnum og öðru sem kallar á svo stórar vélar. Reyndar er eitthvað af fólki frá okkur í verkefnum við Vatnsfellsvirkjun við Þórisós og sjaldan verið fleiri í jarðvinnu hjá ÍAV samsteypunni en nú. Undanfarið höfum við auglýst eftir fólki til að starfa við virkjunina og vel hefur gengið að ráða fólk.”
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25